top of page
ÞURRÍSHREINSUN

Þurríshreinsun er þurr hreinsiaðferð sem má nota á allt frá bókum og rafeinda-búnaði til búnaðar í matvælaframleiðslu og tæknigeirum. Þurrís er blásið með þrýstilofti á það sem skal hreinsa. Þegar ísinn skellur á yfirborði þess þá gufar hann upp og eftir verður þurrt yfirborð sem þarfnast engrar frekari hreinsunar.

 

Þar sem um er að ræða þurra hrein-sunaraðferð þar sem engin straum-leiðandi efni eru notuð þá hentar þurrís-hreinsun í tilfellum þar sem aðrar hreinsunaraðferðir koma ekki til greina. Það er því t.d. hægt að nota þurrís-hreinsun beint á rafbúnað, vökvakerfi og jafnvel pappír.

VIKURHREINSUN

Vikur til hreinsunar er náttúruleg um-hverfisvottuð vara. Vikur hentar vel til hreinsunar á mismunandi yfirborði, s.s. stein, timbri og málmum. Hreinsun með vikri er praktísk og árangursrík aðferð sem ræður við þykk og erfið óhreinindi eins og t.d. ryð. Vikurhreinsun er skyld sandblæstri en mun minna þarf af vikri en sandi og eins þarf umtalsvert minna þrýstiloft en við sandblástur.

 

Í ákveðnum tilfellum má blanda vikurinn með þurrís til að auka enn árangurinn af hreinsuninni. Þurrísinn gerir óhreinindin stökkari svo þau brotna betur upp og falla af.

bottom of page