Hver erum

við?

Ísblik er framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem býður upp á sértækar lausnir fyrir krefjandi verkefni.

Þar má nefna framleiðslu á þurrís fyrir matvælaframleiðendur, heilbrigðisstofnanir, veitingarekstur og einstaklinga, hreinsunarverkefni með sérhæfðum búnaði þar sem notast er við þurrís í stað t.d. leysiefna og vatns.

 

Starfsmenn Ísblik geta komið til viðskiptavina og sinnt hreinsunarverkefnum eða viðskiptavinir geta komið með búnað til Ísblik til hreinsunar.

 

Viðskiptavinir geta keypt, leigt, eða fengið þurríshreinsivélar á kaupleigu.

Við framleiðum einnig sótthreinsiefni undir nafninu BJARTUR™. Um er að ræða svo kallað ECA vatn. Ísblik er jafnframt með umboð fyrir framleiðslubúnað fyrir stórnotendur. 

 

​Ísblik er umboðsaðili fyrir málningu og hitaeinangrunarefni frá SPE Coating.

"Hafðu samband til að ræða hvaða sértæka lausn hentar til að takast á við þín verkefni."
 

- Erlendur Geir Arnarson

Framkvæmdastjóri Ísblik

erlendur@isblik.is