

Í Fræðslubankanum getur þú fundið svör við algengustu spurningunum auk þess að afla þér nánari upplýsingar um þær vörur og þjónustu sem við höfum upp á að bjóða


Describe your image

Describe your image

Þurríshreinsun er umhverfisvæn hreinsunaraðferð. Hún tærir hvorki né sverfur, henni fylgir hvorki eld- né sprengihætta og hún orsakar ekki rafleiðni. Ólíkt mörgum öðrum hreinsunaraðferðum þá fylgja henni engin óhreinindi eða úrgangur utan þess sem henni er ætlað að fjarlægja.
Þurríshreinsun er umhverfisvæn hreinsunaraðferð. Hún tærir hvorki né sverfur, henni fylgir hvorki eld- né sprengihætta og hún orsakar ekki rafleiðni. Ólíkt mörgum öðrum hreinsunaraðferðum þá fylgja henni engin óhreinindi eða úrgangur utan þess sem henni er ætlað að fjarlægja.
Þurrís er koldíoxíð (CO2) í föstu formi. Koldíoxíð er gastegund sem finnst í andrúmslofti, auk þess að vera aukaafurð sem verður til í tengslum við ýmsa framleiðsluferla og við brennslu jarðefnaeldsneytis.
Þurrís er unninn úr fljótandi koldíoxíði (CO2) sem er lítillega eitruð, lyktar- og litlaus gastegund með stingandi súru bragði. CO2 er ekki eldfimt.
Þurrís er koldíoxíð (CO2) í föstu formi. Koldíoxíð er gastegund sem finnst í andrúmslofti, auk þess að vera aukaafurð sem verður til í tengslum við ýmsa framleiðsluferla og við brennslu jarðefnaeldsneytis.
Þurrís er unninn úr fljótandi koldíoxíði (CO2) sem er lítillega eitruð, lyktar- og litlaus gastegund með stingandi súru bragði. CO2 er ekki eldfimt.
Þurrís er afgreiddur í einangruðum umbúðumog getur hann endst í allt að 5-10 daga í þeim, eftir magni. Nauðsynlegt er að geyma þurrís í vel loftræstu rými.
Flutningur og geymsla
Geymið þurrís í einangruðum umbúðum í vel loftræstu rými. Gætið þess að umbúðirnar séu EKKI loftþéttar því þær geta sprungið þegar ísinn gufar upp. CO2 er þyngra en súrefni og mun því leita niður á gólf og valda súrefnisskorti þar. Geymið þurrís aldrei í þéttum ísskáp eða frysti. Ef þurrís er fluttur í bíl skal þess gætt að hafa rúður opnar til að tryggja góða loftræstingu.
Þurrís er afgreiddur í einangruðum umbúðumog getur hann endst í allt að 5-10 daga í þeim, eftir magni. Nauðsynlegt er að geyma þurrís í vel loftræstu rými.
Flutningur og geymsla
Geymið þurrís í einangruðum umbúðum í vel loftræstu rými. Gætið þess að umbúðirnar séu EKKI loftþéttar því þær geta sprungið þegar ísinn gufar upp. CO2 er þyngra en súrefni og mun því leita niður á gólf og valda súrefnisskorti þar. Geymið þurrís aldrei í þéttum ísskáp eða frysti. Ef þurrís er fluttur í bíl skal þess gætt að hafa rúður opnar til að tryggja góða loftræstingu.
Plöntur nærast á koldíoxíði og er það þeim því nauðsynlegt. CO2 aukning í andrúmslofti vegna brennslu jarðefnaeldsneytis er hins vegar eitt af því sem aukið hefur á gróðurhúsaáhrif. Áhrif þurríss eru hinsvegar vart mælanleg í þessu sambandi og áhrif þurrísnotkunar til minnkunar á öðrum skaðlegum efnum gerir mikið meira en vega upp áhrifin af því koldíoxíði sem gufar upp við notkun á þurrís.
Plöntur nærast á koldíoxíði og er það þeim því nauðsynlegt. CO2 aukning í andrúmslofti vegna brennslu jarðefnaeldsneytis er hins vegar eitt af því sem aukið hefur á gróðurhúsaáhrif. Áhrif þurríss eru hinsvegar vart mælanleg í þessu sambandi og áhrif þurrísnotkunar til minnkunar á öðrum skaðlegum efnum gerir mikið meira en vega upp áhrifin af því koldíoxíði sem gufar upp við notkun á þurrís.
Þrjár víddir skapa í sameiningu virkni þurríshreinsunar. Í fyrsta lagi varmaáhrifin sem verða þegar -98,5°C kaldur ísinn skellur á yfirborði. Við það losnar bindingin á milli óhreinindanna og yfirborðsins, og hið síðara stendur eftir hreint og þurrt. Í öðru lagi hreyfiáhrifin þegar þurrísperlurnar skella á yfirborðinu og í þriðja lagi 700 föld rúmmálsaukningi sem verður þegar þurrísinn gufar upp og verður aftur að koldíoxíð gasi. Þegar þessar þrjár víddir koma saman er óhreinundunum þeytt af yfirborðinu sem er hreint, þurrt og sótthreinsað á eftir.
Þrjár víddir skapa í sameiningu virkni þurríshreinsunar. Í fyrsta lagi varmaáhrifin sem verða þegar -98,5°C kaldur ísinn skellur á yfirborði. Við það losnar bindingin á milli óhreinindanna og yfirborðsins, og hið síðara stendur eftir hreint og þurrt. Í öðru lagi hreyfiáhrifin þegar þurrísperlurnar skella á yfirborðinu og í þriðja lagi 700 föld rúmmálsaukningi sem verður þegar þurrísinn gufar upp og verður aftur að koldíoxíð gasi. Þegar þessar þrjár víddir koma saman er óhreinundunum þeytt af yfirborðinu sem er hreint, þurrt og sótthreinsað á eftir.
Já, einn af kostum þurríshreinsunar er að yfirleitt er hægt að hreinsa framleiðslu- og vélbúnað á staðnum, sem styttir stopp og óþægindi vegna hreinsunar umtalsvert.
Já, einn af kostum þurríshreinsunar er að yfirleitt er hægt að hreinsa framleiðslu- og vélbúnað á staðnum, sem styttir stopp og óþægindi vegna hreinsunar umtalsvert.
Við þurríshreinsun er óhreinindunum blásið af yfirborði þess sem er hreinsað og fellur til jarðar. Það fer svo eftir eðli óhreinindanna hvernig þau eru fjarlægð, t.d. með því að sópa þeim upp, ryksuga, eða þurka. Engin önnur óhreinindi fylgja ferlinu.
Við þurríshreinsun er óhreinindunum blásið af yfirborði þess sem er hreinsað og fellur til jarðar. Það fer svo eftir eðli óhreinindanna hvernig þau eru fjarlægð, t.d. með því að sópa þeim upp, ryksuga, eða þurka. Engin önnur óhreinindi fylgja ferlinu.
Venjulega er það sem hreinsað er skermað af til að koma í veg fyrir að óhreinindi berist yfir á annað. Þetta er leyst miðað við aðstæður á hverjum stað
Venjulega er það sem hreinsað er skermað af til að koma í veg fyrir að óhreinindi berist yfir á annað. Þetta er leyst miðað við aðstæður á hverjum stað
Já, en hversu mikið fer eftir flatarmáli þess sem er hreinsað og hversu hratt farið er yfir. Þetta hefur þó sjaldan veruleg áhrif og hið hreinsaða nær venjulega umhverfishita aftur innan fárra mínútna.
Já, en hversu mikið fer eftir flatarmáli þess sem er hreinsað og hversu hratt farið er yfir. Þetta hefur þó sjaldan veruleg áhrif og hið hreinsaða nær venjulega umhverfishita aftur innan fárra mínútna.
Já, það er í raun ennþá betra að hreinsa heita fleti en kalda. Þeim mun meiri sem hitamunurinn er, þeim mun meiri eru hreinsi áhrifin þegar kaldur þurrísinn lendir á yfirborðinu.
Já, það er í raun ennþá betra að hreinsa heita fleti en kalda. Þeim mun meiri sem hitamunurinn er, þeim mun meiri eru hreinsi áhrifin þegar kaldur þurrísinn lendir á yfirborðinu.
Þrýstingur, þurrísmagn og kornastærð eru stillanleg þannig að það henti allt frá viðkvæmu yfirborði, eins og til dæmis pappír, málverk og áklæði upp í malbik, steypu og ryðgað stál. Það eru því litlar líkur á að þurrís valdi nokkrum skaða í meðförum þeirra sem vanir eru að nota hann.
Þrýstingur, þurrísmagn og kornastærð eru stillanleg þannig að það henti allt frá viðkvæmu yfirborði, eins og til dæmis pappír, málverk og áklæði upp í malbik, steypu og ryðgað stál. Það eru því litlar líkur á að þurrís valdi nokkrum skaða í meðförum þeirra sem vanir eru að nota hann.
Þurríshreinsun er oft hagkvæmari en aðrar hreinsunaraðferðir, ekki síst vegna þess hve skamman tíma hún tekur* og vegna þess að ekki þarf að taka sundur búnað fyrir hreinsun, eða verja t.d. viðkvæman rafmagns- og rafeindabúnað. Þurríshreinsun skemmir ekki yfirborð þess sem er hreinsað svo ekki þarf að mála eða húða yfirborð að lokinni hreinsun. Auk þess fylgja engin óhreinindi eða bleyta þurrísnum svo umtalsverður tími og kostnaður vegna þrifa og förgunar sparast. *Þurríshreinsun getur stytt stöðvunartíma vegna þrifa um allt að 80%, fækkað starfsólki við þrif og dregið úr notkun hreinsiefna.
Þurríshreinsun er oft hagkvæmari en aðrar hreinsunaraðferðir, ekki síst vegna þess hve skamman tíma hún tekur* og vegna þess að ekki þarf að taka sundur búnað fyrir hreinsun, eða verja t.d. viðkvæman rafmagns- og rafeindabúnað. Þurríshreinsun skemmir ekki yfirborð þess sem er hreinsað svo ekki þarf að mála eða húða yfirborð að lokinni hreinsun. Auk þess fylgja engin óhreinindi eða bleyta þurrísnum svo umtalsverður tími og kostnaður vegna þrifa og förgunar sparast. *Þurríshreinsun getur stytt stöðvunartíma vegna þrifa um allt að 80%, fækkað starfsólki við þrif og dregið úr notkun hreinsiefna.
ECA (Electrochemically activated) vatn eða rafauðgað vatn er mildur, umhverfisvænn og sérlega öflugur örverueyðir. ECA vatn er náttúrulegur sótthreinsir sem hægir á örveruvexti sem er helsta ástæða þess að afurðir skemmast.
ECA (Electrochemically activated) vatn eða rafauðgað vatn er mildur, umhverfisvænn og sérlega öflugur örverueyðir. ECA vatn er náttúrulegur sótthreinsir sem hægir á örveruvexti sem er helsta ástæða þess að afurðir skemmast.
Sértæk efni sem stöðva tæringu og ryðmyndun. Keramik hitaeinangrunarhúðun og fleiri efni sem veita lausn á áður óleysanlegum vandamálum.
Eldur og vatnið sem notað er til að slökkva hann veldur oftar en ekki miklum skemmdum og skilur eftir sig sót, drullu og brunalykt. Með þurríshreinsun er hægt að hreinsa sviðið yfirborð af timbri og hreinsa burt sót og brunalykt.
Þurríshreinsun hentar því fyrir burðarvirki, klæðningar, innanstokksmuni, bækur og húsgögn, svo dæmi séu nefnd.
Eldur og vatnið sem notað er til að slökkva hann veldur oftar en ekki miklum skemmdum og skilur eftir sig sót, drullu og brunalykt. Með þurríshreinsun er hægt að hreinsa sviðið yfirborð af timbri og hreinsa burt sót og brunalykt.
Þurríshreinsun hentar því fyrir burðarvirki, klæðningar, innanstokksmuni, bækur og húsgögn, svo dæmi séu nefnd.
Já. Blek, fita, lím og pappírsagnir geta haft áhrif á gæði prentunar og nákvæmni prentvéla. Hefðbundnar hreinsunaraðferðir hafa í för með sér mikla notkun á sterkum leysiefnum og tuskum sem síðan þarf að farga með tilkostnaði. Auk þess þarf oft að skafa og pússa hluti, sem getur valdið auknu sliti. Allt er þetta til að draga úr líftíma prentvéla og lækka endursöluverð.Þurríshreinsun hefur sýnt sig að geta stytt hreingerningatíma um allt að 60% og kostnað vegna þrifa um allt að 80%.
Já. Blek, fita, lím og pappírsagnir geta haft áhrif á gæði prentunar og nákvæmni prentvéla. Hefðbundnar hreinsunaraðferðir hafa í för með sér mikla notkun á sterkum leysiefnum og tuskum sem síðan þarf að farga með tilkostnaði. Auk þess þarf oft að skafa og pússa hluti, sem getur valdið auknu sliti. Allt er þetta til að draga úr líftíma prentvéla og lækka endursöluverð.Þurríshreinsun hefur sýnt sig að geta stytt hreingerningatíma um allt að 60% og kostnað vegna þrifa um allt að 80%.
Þurrís er gífurlega kaldur, -78,5°C. Gætið þess að þurrís komist ekki í snertingu við húð, munn, augu eða fatnað. Stutt snerting er ekki hættuleg en mælt er með að nota alltaf hanska ef hann er handleikinn. Langvarandi snerting við flísar, gler og plast gerir þessi efni stökk þannig að þau geta sprungið eða brotnað. Skiljið börn aldrei ein eftir í námunda við þurrís.
Langvarandi snerting við þurrís getur hann valdið kali. Kalsár eru eins og brunasár og ber að meðhöndla á sama hátt. Leitið til læknis eftir viðeigandi meðhöndlun.
Þurrís er gífurlega kaldur, -78,5°C. Gætið þess að þurrís komist ekki í snertingu við húð, munn, augu eða fatnað. Stutt snerting er ekki hættuleg en mælt er með að nota alltaf hanska ef hann er handleikinn. Langvarandi snerting við flísar, gler og plast gerir þessi efni stökk þannig að þau geta sprungið eða brotnað. Skiljið börn aldrei ein eftir í námunda við þurrís.
Langvarandi snerting við þurrís getur hann valdið kali. Kalsár eru eins og brunasár og ber að meðhöndla á sama hátt. Leitið til læknis eftir viðeigandi meðhöndlun.
Já en matur og drykkir skulu aldrei vera í beinni snertingu við þurrís þar sem það getur valdið frostþurrkun. Setjið þurrís neðst í umbúðir og notið skilrúm til að skilja hann frá því sem á að kæla. Ef ætlunin er að frysta þá er þurrísinn settur efst. Ef nota á þurrís til að búa til þoku frá drykkjum eða öðrum vökva er mælt með að setja ísinn í þar til gerð hylki til að tryggja að neytendur gleypi ekki þurrís mola. Að öðrum kosti skal bíða með að drekka þar til allur þurrís er horfinn. Heitur vökvi á þurrís framkallar meiri gufu en kaldur vökvi. Ekki er ráðlegt að nota þurrís með gosdrykkjum þar sem þeir innihalda þegar koldíoxíð og hætt við að þeir freyði út um allt ef þurrís er bætt við.
Já en matur og drykkir skulu aldrei vera í beinni snertingu við þurrís þar sem það getur valdið frostþurrkun. Setjið þurrís neðst í umbúðir og notið skilrúm til að skilja hann frá því sem á að kæla. Ef ætlunin er að frysta þá er þurrísinn settur efst. Ef nota á þurrís til að búa til þoku frá drykkjum eða öðrum vökva er mælt með að setja ísinn í þar til gerð hylki til að tryggja að neytendur gleypi ekki þurrís mola. Að öðrum kosti skal bíða með að drekka þar til allur þurrís er horfinn. Heitur vökvi á þurrís framkallar meiri gufu en kaldur vökvi. Ekki er ráðlegt að nota þurrís með gosdrykkjum þar sem þeir innihalda þegar koldíoxíð og hætt við að þeir freyði út um allt ef þurrís er bætt við.
Til að losna við ónotaðan þurrís skal hann skilinn eftir í vel loftræstu rými, eða utandyra þar til hann hefur gufað upp. Gætið þess að bðrn, fólk eða dýr komist ekki í hann. Tómum umbúðum skal skilað til endurvinnslustöðva.
Til að losna við ónotaðan þurrís skal hann skilinn eftir í vel loftræstu rými, eða utandyra þar til hann hefur gufað upp. Gætið þess að bðrn, fólk eða dýr komist ekki í hann. Tómum umbúðum skal skilað til endurvinnslustöðva.
Einu innihaldsefnin í Bjarti eru vatn og salt. Eftir notkun þá brotnar vökvin aftur niður í vatn og salt og skilur ekki eftir sig neinn úrgang, nema kanski smávegis salt, við ákveðnar aðstæður.
Einu innihaldsefnin í Bjarti eru vatn og salt. Eftir notkun þá brotnar vökvin aftur niður í vatn og salt og skilur ekki eftir sig neinn úrgang, nema kanski smávegis salt, við ákveðnar aðstæður.
Stutta svarið er já. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að ECA vatn drepur corona vírusa.
Stutta svarið er já. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að ECA vatn drepur corona vírusa.
Það er langur listi. Þó má nefna veirur eins og noro, hepatitis, influensa og SARS. Auk þess bakteríur s.s. hermannaveiki, campylo, listeríu, staphylococcus, salmonella og streptococcus. Eins ræður Bjartur ECA vatn niðurlögum ýmissa sveppagróa og spora s.s. aspergillus niger, candida albicans og fusarium.
Það er langur listi. Þó má nefna veirur eins og noro, hepatitis, influensa og SARS. Auk þess bakteríur s.s. hermannaveiki, campylo, listeríu, staphylococcus, salmonella og streptococcus. Eins ræður Bjartur ECA vatn niðurlögum ýmissa sveppagróa og spora s.s. aspergillus niger, candida albicans og fusarium.
Já það má og raunar er ráðlegt að þynna hann mikið í sumum tilfellum. Styrkleikinn á Bjarti er um 1000 ppm en það má þynna hann allt niður í 20 ppm t.d. við íblöndun til sótthreinsunar á drykkjarvatni. Það fer því eftir því hvernig á að nota vöruna hvort, og þá hve mikið, má þynna hana.
Já það má og raunar er ráðlegt að þynna hann mikið í sumum tilfellum. Styrkleikinn á Bjarti er um 1000 ppm en það má þynna hann allt niður í 20 ppm t.d. við íblöndun til sótthreinsunar á drykkjarvatni. Það fer því eftir því hvernig á að nota vöruna hvort, og þá hve mikið, má þynna hana.
Við rafaugunarferlið á saltvatnslausninni verður m.a. til mild hypochlorus sýra en það er efni sem hvítu blóðkornin í mönnum og dýrum framleiða til að berjast við bakteríur og vírus. Þetta er því efni sem líkami okkar þekkir vel og hefur það því engin slæm áhrif á neinar lífverur, en ræður þess í stað niðurlögum fjölda örvera sem eru lífverum óvinveittar.
Við rafaugunarferlið á saltvatnslausninni verður m.a. til mild hypochlorus sýra en það er efni sem hvítu blóðkornin í mönnum og dýrum framleiða til að berjast við bakteríur og vírus. Þetta er því efni sem líkami okkar þekkir vel og hefur það því engin slæm áhrif á neinar lífverur, en ræður þess í stað niðurlögum fjölda örvera sem eru lífverum óvinveittar.
Já, ECA vatn er vottað af ECHA (evrópsku efnafræðistofnuninni), FDA (amerísku lyfjastofnuninni) auk umhverfis og matvælastofnunum Danmerkur og Íslands. Það hefur undirgengist fjölda klísnískra prófana.
Já, ECA vatn er vottað af ECHA (evrópsku efnafræðistofnuninni), FDA (amerísku lyfjastofnuninni) auk umhverfis og matvælastofnunum Danmerkur. Það hefur undirgengist fjölda klísnískra prófana hjá óháðum rannsóknaraðilum.
ECA tækni er hugtak sem er notað um rafrænt virkjunarferli sem framleiðir öflugt en fullkomlega öruggt sótthreinsiefni og hreinsilausnir úr einföldum og auðfengnum aðföngum, þ.e. vatni og salti. Lausnin sem myndast er hvorki eitruð né ofnæmisvaldandi og algerlega skaðlaus lífverum, þar með talið mannfólk, en bráðdrepandi fyrir örverur. Þetta gerir það öruggt að nota ECA vatn við fjölbreyttar aðstæðu og notkunarsvið.
ECA vatn má framleiða með litlum „lotu einingum“ eða fyrir mikið magn í háum styrk, með „gegnumstreymis“ einingum. Einfalt stjórnkerfi stjórnar gæðum og eiginleikum lausnanna til að gera framleiðslu á staðnum auðvelda og hagkvæma.
„Sýnt hefur verið fram á að ECA lausnirnar sem Toucan-einingarnar búa til eyðileggja örverur mjög hratt og ítarlega. ECA vatn er afar áhrifaríkt gegn bakteríum, vírusum, gróum og sveppum og veita vörn gegn örverum í vatni, á yfirborði hluta og tekstíl vara, s.s.húsgagna, í matvælum og á húð fólks.“
-Prof. Darren Reynolds of the Department of Biological, Biomedical and Analytical, University of the West of England (UWE).
ECA Vatn er umhverfisnæmasta sæfiefni (sótthreinsiefni) sem völ er á og er fullkomlega árangursrík við að útrýma hvers kyns örverum í vatnsveitum, á vinnuflötum, vefnaðarvöru og öðrum efnum. Þar sem hráefnin í ECA Vatni eru einungis vatn og salt er umhverfisspor þess er afar lítið. Hvoru tveggja eru náttúrulegar og sjálfbærar afurðir. Afurðin er pH hlutlaus, ekki eitruð og ekki hættuleg lífverum en fullkomlega áhrifarík gegn örverum; bakteríum, vírusum, blöðrum, frumdýrum, þörungum og gróum án hættu á að valda stökkbreytingu eða viðnámi.
Tæknin var þróuð í Sovétríkjunum (síðar Rússlandi), af prófessor Vitold Bakhir og teymi hans við Bakhir raf- og tæknistofnunina í Moskvu. Upprunalega hugmyndin var að þróa tækni sem gæti unnið gegn áhrifum líffræðilegs hernaðar með því að búa til örugg og áhrifarík sæfiefni, fljótt og auðveldlega á staðnum til notkunar á menn, dýr, búnað, ræktun og í vatnsbirgðir. ECA-kerfi hafa verið þróuð frekar í Suður-Kóreu, Evrópu og Bandaríkjunum og er nú orðinn almennt viðurkennd tækni til framleiðslu á sæfiefnum sem umhverfisvænn valkostur við tilbúin kemísk efni. ECA-kerfi eru nú notuð á fjölmörgum sviðum, þar á meðal við almenna hreinsun og sótthreinsun, við sótthreinsun á drykkjarvatni og frárennsli frá iðnaði, í matvælavinnslu og lyfjaframleiðslu, í olíu- og gasgeiranum og í flutningskerfi kjölfestuvatns um borð í skipum.
ECA Vatn er nú notað við allskyns aðstæður, allt frá heimilum til iðnaðar, við matvælaframleiðslu og framreiðslu, á sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum, í líkamsræktarstöðvum og öðrum íþróttamannvirkjum, um borð í fólksflutningatækjum og í almannarýmum.
Notendur hafa gert sér grein fyrir því að með því að nota einfaldlega vatn, salt og lítilsháttar raforku er nú hægt að tryggja hámarks hreinlæti og vörn gegn örverum á ódýran og umhverfisvænan hátt.
“Banvænt fyrir bakteríur, gott fyrir neytendur. Vatn og rafmagn getur verið banvæn blanda. Það er hins vegar gott fyrir neytendur því rannsóknir hafa sýnt að ásamt salti drepur þessi bland bakteríur s.s. E.coli, salmonellu og listeríu á matvælum og borðbúnaði.” -American Chemical Societ, Science Daily, 25. ágúst 2000.